Stöndum vörð um orkuöryggi Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun