„Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 18:30 Loftmyndir af hrauninu sem varð tveimur húsum í Grindavík að bráð. Tugir pípara fóru inn í bæinn á síðustu tveimur dögum til að yfirfara pípulagnir en þeir forðuðust yfirlýst hættusvæði. Vísir/Björn Steinbekk Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50