Veður

Gular við­varanir vegna austan storms

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi klukkan 2 í kvöld.
Viðvaranirnar taka gildi klukkan 2 í kvöld. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi þar sem von er á austan stormi eða hvassviðri og hríð.

Viðvaranirnar taka gildi klukkan 20 í kvöld og standa fram á miðja nótt.

Um Suðurland segir að spáð sé austan 15 til 25 metrar á sekúndu þar sem hvassast verður undir Eyjafjöllum með snörpum vindhviðum. Einnig megi búast við snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Um Suðausturlandi segir að spáð sé austan 15 til 23 metra á sekúndu og snjókoma eða slydda, sums staðar talsverð ofankoma. „Hægari vindur austan Öræfa. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Í tilkynningu frá veðurfræðingi Veðurstofunnar kom fram að spáð væri að hviður undir Eyjafjöllum gætu náð 35 metrum á sekúndu eftir klukkan 18. Gætu akstursskilyrði reynst erfið og blint í snjókomu á Reynisfjalli þá.

Hviður um 35 m/s undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi eftir kl 21, og nýsnævið skefur þá víða suðvestantil og því mögulega blint í skafrenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×