Er skynsamlegt að sameina Hafnarfjörð og Garðabæ? Ó. Ingi Tómasson skrifar 19. janúar 2024 14:30 Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Síðustu árin hafa sveitarfélögin verið rekin með ábyrgum hætti þannig að fjárhagsstaða þeirra er nokkuð góð og uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil í báðum sveitarfélögum. Skynsöm uppbygging Áform eru í Hafnarfirði um mikla uppbyggingu með þéttingu byggðar á Hraunum vestur og við hafnarsvæðið. Aðalskipulag Garðabæjar 2019-2030 gerir ráð fyrir töluverði uppbyggingu íbúða. Unnið er að nýju aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem kostir undir nýtt land fyrir íbúðir eru í skoðun. Hafnfirðingar búa vel þegar kemur að innviðum og atvinnu, ný atvinnusvæði hafa risið með fjölda nýrra fyrirtækja, glæsileg höfn er í Hafnarfirði ásamt því að mikil uppbygging er í miðbænum. Sé litið til samgangna og annarra innviða væri skynsamlegt að Garðabær og Hafnarfjörður sameinist í uppbyggingu á svæðum sem liggja vel við samgöngum og öðrum innviðum. Hagur samfélagsins Með sameiningu sveitarfélaganna gæti styrkur nýs sveitarfélags til þjónustu við íbúa og fyrirtæki orðið enn öflugri en nú er, má þar t.d. nefna þjónustu við aldraða og fatlaða, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Uppbygging nýrra íbúða í nýju sveitarfélagi yrði að mestu nálægt núverandi innviðum, svo sem gatna- og stofnvegakerfi, skólum og leikskólum svo og veitukerfi. Orð eru til alls fyrst og því ekkert sem mælir gegn því að samtalið á milli þessara sveitarfélaga sé tekið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Síðustu árin hafa sveitarfélögin verið rekin með ábyrgum hætti þannig að fjárhagsstaða þeirra er nokkuð góð og uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil í báðum sveitarfélögum. Skynsöm uppbygging Áform eru í Hafnarfirði um mikla uppbyggingu með þéttingu byggðar á Hraunum vestur og við hafnarsvæðið. Aðalskipulag Garðabæjar 2019-2030 gerir ráð fyrir töluverði uppbyggingu íbúða. Unnið er að nýju aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem kostir undir nýtt land fyrir íbúðir eru í skoðun. Hafnfirðingar búa vel þegar kemur að innviðum og atvinnu, ný atvinnusvæði hafa risið með fjölda nýrra fyrirtækja, glæsileg höfn er í Hafnarfirði ásamt því að mikil uppbygging er í miðbænum. Sé litið til samgangna og annarra innviða væri skynsamlegt að Garðabær og Hafnarfjörður sameinist í uppbyggingu á svæðum sem liggja vel við samgöngum og öðrum innviðum. Hagur samfélagsins Með sameiningu sveitarfélaganna gæti styrkur nýs sveitarfélags til þjónustu við íbúa og fyrirtæki orðið enn öflugri en nú er, má þar t.d. nefna þjónustu við aldraða og fatlaða, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Uppbygging nýrra íbúða í nýju sveitarfélagi yrði að mestu nálægt núverandi innviðum, svo sem gatna- og stofnvegakerfi, skólum og leikskólum svo og veitukerfi. Orð eru til alls fyrst og því ekkert sem mælir gegn því að samtalið á milli þessara sveitarfélaga sé tekið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun