Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 14:22 Svona lítur yfirborðið yfir MFF út. Talið er að þarna undir megi finna mikið magn af ís. ESA/DLR/FU Berlin Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00