Lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn beita leikmenn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 12:46 Gianni Infantoni vill herða reglur varðandi kynþáttaníð í garð leikmanna. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, vill að koma á nýjum reglum sem kveða á um að lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn þeirra beita leikmenn kynþáttaníð. Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar. Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday. Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert. „Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X. „Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“ „FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“ On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024 FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar. Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday. Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert. „Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X. „Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“ „FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“ On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024
FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira