Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar.
Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday.
Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert.
„Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X.
„Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“
„FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“
On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:
— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024
“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…