Inga dregur vantrauststillöguna til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2024 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist varla eiga annan kost í stöðunni en draga vantrauststillögu sína til baka eftir að Svandís greindi frá því að hún sé komin með krabbamein í brjóst. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. „Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09