Inga dregur vantrauststillöguna til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2024 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist varla eiga annan kost í stöðunni en draga vantrauststillögu sína til baka eftir að Svandís greindi frá því að hún sé komin með krabbamein í brjóst. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. „Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
„Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09