Dómaramálin inn í skólakerfið Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. janúar 2024 10:30 Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á. Léleg dómgæsla hefur að sama skapi meiri áhrif á gang knattspyrnuleikja en margir leiða hugann að. Þjálfarar og leikmenn geta lagt mikið á sig en niðurstaðan samt verið tap, óþarfa meiðsli og rangt hugarfar ef dómgæsla leiksins er ekki í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur. Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar. KSÍ þarf jafnframt að veita íslenskum dómurum öflugan stuðning og aðstoða við skipulag þeirra hjá knattspyrnufélögunum. Með því að efla stuðning, þjálfun og utanumhald fyrir dómara, vera með meiri eftirfylgni í neðri deildum og vera með skýra stefnu um að bæta dómgæslu og koma okkar fremstu dómurum enn lengra á erlendri grundu, mörkum við djúp og skýr skref á þessu sviði. Við þurfum að standa saman að þessu verkefni. Við þurfum að gera dómgæslu áhugaverðari fyrir fjölbreyttari hóp landsmanna, koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið og taka næsta skref til að gera knattspyrnuna enn betri. Höfundur er í framboð til formanns KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á. Léleg dómgæsla hefur að sama skapi meiri áhrif á gang knattspyrnuleikja en margir leiða hugann að. Þjálfarar og leikmenn geta lagt mikið á sig en niðurstaðan samt verið tap, óþarfa meiðsli og rangt hugarfar ef dómgæsla leiksins er ekki í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur. Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar. KSÍ þarf jafnframt að veita íslenskum dómurum öflugan stuðning og aðstoða við skipulag þeirra hjá knattspyrnufélögunum. Með því að efla stuðning, þjálfun og utanumhald fyrir dómara, vera með meiri eftirfylgni í neðri deildum og vera með skýra stefnu um að bæta dómgæslu og koma okkar fremstu dómurum enn lengra á erlendri grundu, mörkum við djúp og skýr skref á þessu sviði. Við þurfum að standa saman að þessu verkefni. Við þurfum að gera dómgæslu áhugaverðari fyrir fjölbreyttari hóp landsmanna, koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið og taka næsta skref til að gera knattspyrnuna enn betri. Höfundur er í framboð til formanns KSÍ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun