„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. „Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
„Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira