Óvissustigi var lýst yfir 10. janúar síðastliðinn en þá var íshellan í Grímsvötnum tekin að lækka.
Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Hlaupórói sem mældist á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli hefur líka lækkað og er nú kominn niður í eðlilegt horf.
Þekkt er að sigkatlar hafa myndast á svæðinu í síðustu hlaupum og því er ferðafólki ráðlagt að vera ekki á ferð um þessar slóðir, segir á vef Veðurstofunnar.