Enski boltinn

Enska sam­bandið mun rann­saka dauða knatt­spyrnu­konunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september.
Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september. Getty/Jacques Feeney

Enska knattspyrnusambandið hefur sett að stað rannsókn vegna dauðsfalls knattspyrnukonunnar Maddy Cusack síðasta haust.

BBC og fleiri enskir miðlar greina frá þessu. Cusack spilaði með Sheffield United þegar hún lést en hún var 27 ára gömul.

Lögreglan hefur lýst því yfir að ekkert grunsamlegt hafi fundist í rannsókn þeirra á dauðsfalli Maddy. Enska sambandið mun núna setja af stað sjálfstæða rannsókn og það er ekki síst vegna pressu frá fólksins sem þekkti hana best.

Eftirlifendur hafa lýst yfir óánægju sinni með aðstæður innan klúbbsins en það hefur ekkert verið sannað um að klúbburinn hafi gert eitthvað rangt.

Fjölskylda Maddy segir að hegðun hennar hafi breyst snögglega þegar félagið réði nýjan þjálfara í febrúar.

Maddy Cusack spilaði fyrir Birmingham, Aston Villa, Nottingham Forest og Sheffield United á ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×