Ingenuity fór langt fram úr væntingum vísindamanna og flaug alls 72 sinnum og fjórtán sinnum lengra en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í heildina flaug þyrlan í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en upprunalega stóð til.
Haft er eftir Bill Nelson, yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), á vef stofnunarinnar að sögulegu ferðalagi Ingenuity sé nú lokið.
„Þessi merka þyrla flaug hærra og lengra en við höfðum ímyndað okkur og hjálpaði NASA að gera það sem við gerum best, að gera hið ómögulega mögulegt.“
Þyrlan var fyrsta farartækið sem flaug undir eigin afli á öðrum hnetti en andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar.
Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni.
Nú hefur að minnsta kosti einn af spöðum Ingenuity orðið fyrir skemmdum og er ekki talið að hægt sé að fljúga þyrlunni aftur. Hún stendur þó í réttri stöðu á yfirborði Mars og vísindamenn ná enn samskiptum við þyrluna.
A snapshot from Mars showing the damage to Ingenuity's rotor blade sustained during its Flight 72 landing.
— NASA JPL (@NASAJPL) January 25, 2024
The #MarsHelicopter is no longer capable of flight, but we are celebrating its achievements and its legacy.
Participate here: https://t.co/n0yIdA24Yy pic.twitter.com/VqDruhy3sE
Eins og áður segir lenti Perseverance á Mars þann 18. febrúar 2021. Ingenuity fór svo fyrstu flugferðina þann 19. apríl. Hún var svo notuð um nokkuð skeið til að finna leiðir fyrir Perseverance í gegnum landslag Mars.
Þann 18. janúar var Ingenuity send á loft svo hægt væri að finna út hvar þyrlan hefði framkvæmt neyðarlendingu í flugferðinni þar áður. Þyrlan fór í tólf metra hæð og sveif þar í um 4,5 sekúndur. Þegar þyrlan var að lenda aftur missti hún sambandið við Perseverance og þar með við vísindamenn á jörðinni.
Samband náðist aftur við þyrluna degi síður og nokkrum dögum eftir það bárust myndir sem sýna að minnst einn spaði varð fyrir skemmdum. Enn er verið að rannsaka af hverju sambandið við þyrluna slitnaði.
The sols won t be the same without the #MarsHelicopter.#ThanksIngenuity, for being my partner in exploration from the very beginning. https://t.co/mFAg7Lwxnp pic.twitter.com/uoi4bXXa9Y
— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) January 25, 2024