Marsþyrlan sem fór langt fram úr væntingum biluð Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 10:48 Þyrlan Ingenuity og vélmennið Perseverance á yfirborði Mars, fyrir um þremur árum. Litla Marsþyrlan Ingenuity mun ekki fljúga aftur. Þyrlan var flutt til Mars um borð í vélmenninu Perseverance, sem lenti á plánetunni rauðu í febrúar 2021. Upprunalega átti Ingenuity eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en markmið vísindamanna var að reyna að sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Ingenuity fór langt fram úr væntingum vísindamanna og flaug alls 72 sinnum og fjórtán sinnum lengra en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í heildina flaug þyrlan í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en upprunalega stóð til. Haft er eftir Bill Nelson, yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), á vef stofnunarinnar að sögulegu ferðalagi Ingenuity sé nú lokið. „Þessi merka þyrla flaug hærra og lengra en við höfðum ímyndað okkur og hjálpaði NASA að gera það sem við gerum best, að gera hið ómögulega mögulegt.“ Þyrlan var fyrsta farartækið sem flaug undir eigin afli á öðrum hnetti en andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Nú hefur að minnsta kosti einn af spöðum Ingenuity orðið fyrir skemmdum og er ekki talið að hægt sé að fljúga þyrlunni aftur. Hún stendur þó í réttri stöðu á yfirborði Mars og vísindamenn ná enn samskiptum við þyrluna. A snapshot from Mars showing the damage to Ingenuity's rotor blade sustained during its Flight 72 landing.The #MarsHelicopter is no longer capable of flight, but we are celebrating its achievements and its legacy. Participate here: https://t.co/n0yIdA24Yy pic.twitter.com/VqDruhy3sE— NASA JPL (@NASAJPL) January 25, 2024 Eins og áður segir lenti Perseverance á Mars þann 18. febrúar 2021. Ingenuity fór svo fyrstu flugferðina þann 19. apríl. Hún var svo notuð um nokkuð skeið til að finna leiðir fyrir Perseverance í gegnum landslag Mars. Þann 18. janúar var Ingenuity send á loft svo hægt væri að finna út hvar þyrlan hefði framkvæmt neyðarlendingu í flugferðinni þar áður. Þyrlan fór í tólf metra hæð og sveif þar í um 4,5 sekúndur. Þegar þyrlan var að lenda aftur missti hún sambandið við Perseverance og þar með við vísindamenn á jörðinni. Samband náðist aftur við þyrluna degi síður og nokkrum dögum eftir það bárust myndir sem sýna að minnst einn spaði varð fyrir skemmdum. Enn er verið að rannsaka af hverju sambandið við þyrluna slitnaði. The sols won t be the same without the #MarsHelicopter.#ThanksIngenuity, for being my partner in exploration from the very beginning. https://t.co/mFAg7Lwxnp pic.twitter.com/uoi4bXXa9Y— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) January 25, 2024 Mars Bandaríkin Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28. maí 2021 12:07 Ingenuity flaug hærra og lengra en áður Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni. 26. apríl 2021 09:25 Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. 19. apríl 2021 09:26 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Ingenuity fór langt fram úr væntingum vísindamanna og flaug alls 72 sinnum og fjórtán sinnum lengra en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í heildina flaug þyrlan í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en upprunalega stóð til. Haft er eftir Bill Nelson, yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), á vef stofnunarinnar að sögulegu ferðalagi Ingenuity sé nú lokið. „Þessi merka þyrla flaug hærra og lengra en við höfðum ímyndað okkur og hjálpaði NASA að gera það sem við gerum best, að gera hið ómögulega mögulegt.“ Þyrlan var fyrsta farartækið sem flaug undir eigin afli á öðrum hnetti en andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Nú hefur að minnsta kosti einn af spöðum Ingenuity orðið fyrir skemmdum og er ekki talið að hægt sé að fljúga þyrlunni aftur. Hún stendur þó í réttri stöðu á yfirborði Mars og vísindamenn ná enn samskiptum við þyrluna. A snapshot from Mars showing the damage to Ingenuity's rotor blade sustained during its Flight 72 landing.The #MarsHelicopter is no longer capable of flight, but we are celebrating its achievements and its legacy. Participate here: https://t.co/n0yIdA24Yy pic.twitter.com/VqDruhy3sE— NASA JPL (@NASAJPL) January 25, 2024 Eins og áður segir lenti Perseverance á Mars þann 18. febrúar 2021. Ingenuity fór svo fyrstu flugferðina þann 19. apríl. Hún var svo notuð um nokkuð skeið til að finna leiðir fyrir Perseverance í gegnum landslag Mars. Þann 18. janúar var Ingenuity send á loft svo hægt væri að finna út hvar þyrlan hefði framkvæmt neyðarlendingu í flugferðinni þar áður. Þyrlan fór í tólf metra hæð og sveif þar í um 4,5 sekúndur. Þegar þyrlan var að lenda aftur missti hún sambandið við Perseverance og þar með við vísindamenn á jörðinni. Samband náðist aftur við þyrluna degi síður og nokkrum dögum eftir það bárust myndir sem sýna að minnst einn spaði varð fyrir skemmdum. Enn er verið að rannsaka af hverju sambandið við þyrluna slitnaði. The sols won t be the same without the #MarsHelicopter.#ThanksIngenuity, for being my partner in exploration from the very beginning. https://t.co/mFAg7Lwxnp pic.twitter.com/uoi4bXXa9Y— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) January 25, 2024
Mars Bandaríkin Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28. maí 2021 12:07 Ingenuity flaug hærra og lengra en áður Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni. 26. apríl 2021 09:25 Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. 19. apríl 2021 09:26 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00
Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28. maí 2021 12:07
Ingenuity flaug hærra og lengra en áður Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni. 26. apríl 2021 09:25
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. 19. apríl 2021 09:26
Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30