Kvenfrelsi, leikskóli og börn Björg Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2024 00:08 Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun