Snjómokstursmálið mikla farsællega til lykta leitt Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 11:29 Tómas er ánægður með Vísi en eftir að hann tjáði sig um vanda sem hafði staðið í fjögur ár var hann farsællega til lykta leiddur. Snjómokstursmaðurinn er hættur að vekja hann klukkan fjögur á nóttu. vísir/jakob Tómas Skúlason og fjölskylda sofa nú svefni hinna réttlátu í Breiðholti en mikil snjómokstursvél tók ævinlega til hendinni þegar snjór kom úr lofti við svefnherbergisglugga þeirra klukkan fjögur að nóttu til. „Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka. Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka.
Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira