Máli Rashfords lokið og hann gæti spilað gegn Úlfunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 20:01 Marcus Rashford hefur ekki átt gott tímabil. Ryan Jenkinson/Getty Images Það mun kosta Marcus Rashford dágóðan skilding að hafa misst af leik Manchester United gegn Newport County í ensku bikarkeppninni, FA Cup. Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira