Nú verður honum lokað vegna mikillar snjóflóðahættu, sem sögð er hafa auksit á svæðinu. Veginum verður lokað ekki seinna en ellefu í kvöld og er gert ráð fyrir því að hann verði opnaður afur snemma í fyrramálið.
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, sagði í samtali við fréttastofu í dag að mildi hefði verið að snjóflóðið í gærkvöldi hefði ekki farið á bíla sem verið var að aka um Súðavíkurhlíð.
„Það voru allavega tveir bílar þarna sitt hvoru megin við flóðið. Maður veit ekki hversu margir aðrir hafa verið á hlíðinni.“
Nokkrir urðu veðurtepptir í bænum vegna snjóflóðsins.
Lögreglan á Vestfjörðum segir að verði einhver innlyksa í Súðavík geti hann haft samband við lögregluna í gegnum Neyðarlínuna.