Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2024 12:00 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira