Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að stela og leka gögnum til Wikileaks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 08:23 Saksóknarar sögðu um að ræða einn umfangsmesta og alvarlegasta leka í sögu Bandaríkjanna. AP/Elizabeth Williams Forritari sem eitt sinn starfaði hjá CIA var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að stela og leka leynilegum gögnum til Wikileaks og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm. Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm.
Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira