Veðurstofufólk með augun límd á mælitækjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 11:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Dregið gæti til tíðinda á Reykjanesi á næstu dögum og starfsmenn Veðurstofunnar eru á sólarhringsvakt með augun límd á mælitækjum. Fyrirvarinn gæti orðið styttri en áður þar sem jarðskorpan er heit og minna brotgjörn. Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira