Áskorun til dómsmálaráðherra Ágústa Rúnarsdóttir, Gunnar Páll Júlíusson, Helgi Hlynsson og Jóhann Ágústsson skrifa 5. febrúar 2024 11:00 Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun