Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2024 19:11 Hér hefur vegurinn farið alveg í sundur. Vísir/Sigurjón Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira