Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2024 07:02 Alex Caruso er af mörgum talinn með betri varnarmönnum NBA-deildarinnar. Michael Reaves/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gær, mánudag. Þar var farið yfir ótrúlegt stigaskor leikmanna í NBA-deildinni undanfarið. Einnig var farið yfir hversu góðir New York Knicks eru þessa dagana, hvort 65 leikir sé of mikið og hvort Boston Celtics séu á niðurleið. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31