„Heimskulegt“ að mati þjálfara Willums Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Willum Þór Willumsson á ferðinni í leiknum gegn Vitesse. Getty/Henny Meijerink Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni eftir brot sem þjálfari hans kallaði „heimskulegt“. Hann missir meðal annars af slag við erkifjendur um næstu helgi. Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar. Hollenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar.
Hollenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira