Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það verði fimm til þrettán metrar á sekúndu en tíu til fimmtán metrar á sekúndu suðaustantil í dag.
Spáð er frosti núll til sex stig yfir daginn, en herðir á frosti í kvöld. Það lægir svo víða á landinu í nótt
„Breytileg átt 3-8 á morgun en 8-13 austast framan af degi. Stöku él um norðan- og norðvestanvert landið, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Talsverð frost um mest allt land.
Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13 á föstudag. Víða létsskýjað en stöku él á víð og dreif, einkum á austanverðu landinu. Þykknar heldur upp á sunnanverðu landinu eftir hádegi en engin úrkoma fylgir því. Áfram kalt í veðri.
Austlægar áttir og sum staðar dálítil él yfir helgina en yfirleitt bjart á vestanverðu landinu. Kalt í veðri.
Svo er útlit fyrir smám saman hlýnandi veður í byrjun næstu viku, og dálitla snjókomu en einnig rigningu um miðjan viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8 m/s, en norðan 8-13 austast á landinu. Víða þurrt og bjart veður, en stöku él úti við ströndina. Frost 4 til 15 stig, minnst við sjóinn.
Á föstudag: Austan og norðaustan 3-8. Skýjað og sums staðar dálítil él á austanverðu landinu og á Vestfjörðum, en annars víða léttskýjað. Áfram talsvert frost.
Á laugardag: Austlæg átt 3-10. Víða skýjað og lítilsháttar él á víð og dreif en bjart suðvestantil. Dregur heldur úr frosti.
Á sunnudag: Austan- og norðaustanátt. Bjart að mestu vestanlands en skýjað og stöku él fyrir austan. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðantil.
Á mánudag: Austlæg átt, en suðlægari seinnipartinn. Snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 6 stig en frostlaust við suður- og vesturströndina.
Á þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt. Stöku él eða slydduél vestanlands en bjart fyrir austan. Frost 0 til 10 stig en um eða yfir frostmarki suðvestantil.