Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2024 14:24 Gina Carano á frumsýningu Star Wars: Rise of Skywalker árið 2019. Getty/Rodin Eckenroth Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira