Við eldri þvælumst ekki fyrir Jón Ragnar Björnsson skrifar 9. febrúar 2024 06:31 Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun