Helgin köld en helstu áskoranir leystar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 12:03 Efri röð frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir og Auður Erla Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Önundur Reinhardtsson og Ásdís Rós Ásgeirsdóttir. Vísir/Einar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira