Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 14:31 Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun