Sigurbjörn Árni með tandurhreinan ristil Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 14:38 Sigurbjörn Árni reyndist vera með tandurhreinan ristil og því fagna allir góðir menn. vísir/vilhelm Facebook-vinir Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ráku upp stór augu í dag – en skólameistarinn á Laugum birti glaðbeittur myndir af ristli sínum. Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur. Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur.
Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira