Tónlistarvinir Rauða krossins vinna gegn einsemd og einangrun Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:31 Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun