Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Jörð virðist halda áfram að gliðna í Grindavík að mati björgunarsveitarmanns sem biðlar til íbúa að sýna ítrustu varúð. Ung hjón segja erfitt að selja ríkinu húsið sitt og vilja helst flytja aftur í bæinn.

Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2, skoðum bæinn og ræðum við íbúa.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum voru til umræðu og ræðum einnig við Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Við kíkjum í listaháskólann og ræðum við háskólaráðherra sem segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins.

Þá sjáum við myndir frá mótmælum fyrir utan lögreglustöðina, ræðum við fólk um sprengidagshefðir og í Íslandi í dag fáum við að kynnast nýrri Idolstjörnu Íslands.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×