Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 15:20 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira