Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. febrúar 2024 19:13 Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir segir að í ljósi nýjustu frétta um að sjókvíar teljist mannvirki þurfi að stöðva starfsemi fyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Vísir/Arnar/Einar Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Þann 13. febrúar tilkynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar. Stofnunin hafi haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera hafi verið háttað með tilliti til þessa. Það sé mat stofnunarinnar að sjókvíar sem hafi fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hafi rekstrar- og starfsleyfi verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó byggingarleyfis hefði ekki verið aflað. Stofnunin hafi unnið að útfærslu ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíar þar sem um er að ræða óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Einnig vinnur stofnunin að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem sett hafi verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað fyrir þær. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um málsmeðferð og niðurstaða kynnt opinberlega þegar hún liggi fyrir. Stöðva þurfi starfsemina þar til búið sé að afla leyfa Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir vakti athygli á tilkynningu HMS í færslu á Facebook í dag og sagðist hafa potast í stofnuninni undanfarin ár til að ræsa út skilning þeirra á sjókvíunum. Það sé stórfrétt að lög um mannvirki eigi við um kvíarnar þó það væri skýrt samkvæmt lögum. Katrín Oddsdóttir mun funda með hópi fólks með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á mánudag um málið. Í ljósi þessara frétta segir hún að sækja hefði átt um byggingarleyfi fyrir allar sjókvíar á landinu. „Það hefur ekki verið gert og því eru þessar kvíar ólögmæt mannvirki að mínu mati,“ skrifar hún í færslunni. Hún segir ekki nóg að breyta stjórnsýsluframkvæmdinni eins og HMS greinir frá heldur verði að „stöðva alla starfsemi í ólögmætum sjókvíarmannvirkjum og tryggja að þau mannvirki standist lögin og fái tilskilin leyfi.“ Heimilt að herða skilyrði til að verja náttúruna Hún bendir sérstaklega á skilyrði fyrir byggingarleyfi í þrettándu grein mannvirkjalaga. Þar segir að ef óvissa sé um hvort fyrirhuguð byggingarleyfisskyld framkvæmd hafi alvarleg eða óafturkræf áhrif á vistkerfi skuli umsækjandi leyfis afla sérfræðiálits um möguleg og veruleg áhrif sem framkvæmdin kann að hafa á vistkerfi. Sömuleiðis segir þar að leyfisveitanda sé heimilt að binda byggingarleyfi skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr slíkum áhrifum. Við mat á því hvað teljist alvarleg eða óafturkræf áhrif skuli taka mið af verndarmarkmiðum um náttúruvernd. Þær greinar í náttúruverndarlögum fjalla að sögn Katrínar um „verndun líffræðilegs fjölbreytileika, vistkerfa og að varðveita tegundir lífvera og erfðafræðilega fjölbreytni þeirra og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra þannig að tegundirnar nái að viðhalda sér í lífvænlegum stofnum til lengri tíma á náttúrulegum búsvæðum sínum.“ Mannvirkjastofnun hefði getað gripið inn í Færsla Katrínar hefur vakið töluverða athygli og meðal þeirra sem hafa skrifað ummæli við færsluna er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem segist hafa beðið um nánari upplýsingar og fund um málið í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. „Við erum að fara að funda nokkur sem tengjumst þessari baráttu gegn sjókvíaeldinu með HMS á mánudaginn og þá munum við reyna að hvetja til þess að öll þessi viðurlög sem eru í lögunum að þeim verði beitt,“ segir Katrín aðspurð hvað taki við í þessu máli. „Það skiptir ekki máli hvernig þetta snýr af því það er alveg ljóst að það hefði átt að sækja um þessi byggingarleyfi. Það hefur ekki verið gert og þá eru þessi mannvirki ekki lögmæt,“ bætir hún við. „Það hefði skipt verulega máli fyrir þessa iðngrein og ekki síst fyrir náttúruna að þessi lög hefðu verið virkjuð. Það hefði haft afgerandi áhrif á það núna þegar þetta slys verður þar sem öllum laxinum er sleppt út óvart. Þá hefði Mannvirkjastofnun getap haft svo mikið um þetta, gripið inn í þetta og skoðað mannvirkin. Lögreglan gerði lítið sem ekkert en það hefði kannski verið einhver betri vörn í því að hafa Mannvirkjastofnun þarna á kantinum,“ segir hún. „Við sem samfélag höfum augljóslega stórtapað á því að þessi lög hafi ekki verið virkjuð í þessu samhengi,“ segir hún að lokum. Sjókvíaeldi Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Þann 13. febrúar tilkynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar. Stofnunin hafi haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera hafi verið háttað með tilliti til þessa. Það sé mat stofnunarinnar að sjókvíar sem hafi fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hafi rekstrar- og starfsleyfi verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó byggingarleyfis hefði ekki verið aflað. Stofnunin hafi unnið að útfærslu ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíar þar sem um er að ræða óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Einnig vinnur stofnunin að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem sett hafi verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað fyrir þær. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um málsmeðferð og niðurstaða kynnt opinberlega þegar hún liggi fyrir. Stöðva þurfi starfsemina þar til búið sé að afla leyfa Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir vakti athygli á tilkynningu HMS í færslu á Facebook í dag og sagðist hafa potast í stofnuninni undanfarin ár til að ræsa út skilning þeirra á sjókvíunum. Það sé stórfrétt að lög um mannvirki eigi við um kvíarnar þó það væri skýrt samkvæmt lögum. Katrín Oddsdóttir mun funda með hópi fólks með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á mánudag um málið. Í ljósi þessara frétta segir hún að sækja hefði átt um byggingarleyfi fyrir allar sjókvíar á landinu. „Það hefur ekki verið gert og því eru þessar kvíar ólögmæt mannvirki að mínu mati,“ skrifar hún í færslunni. Hún segir ekki nóg að breyta stjórnsýsluframkvæmdinni eins og HMS greinir frá heldur verði að „stöðva alla starfsemi í ólögmætum sjókvíarmannvirkjum og tryggja að þau mannvirki standist lögin og fái tilskilin leyfi.“ Heimilt að herða skilyrði til að verja náttúruna Hún bendir sérstaklega á skilyrði fyrir byggingarleyfi í þrettándu grein mannvirkjalaga. Þar segir að ef óvissa sé um hvort fyrirhuguð byggingarleyfisskyld framkvæmd hafi alvarleg eða óafturkræf áhrif á vistkerfi skuli umsækjandi leyfis afla sérfræðiálits um möguleg og veruleg áhrif sem framkvæmdin kann að hafa á vistkerfi. Sömuleiðis segir þar að leyfisveitanda sé heimilt að binda byggingarleyfi skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr slíkum áhrifum. Við mat á því hvað teljist alvarleg eða óafturkræf áhrif skuli taka mið af verndarmarkmiðum um náttúruvernd. Þær greinar í náttúruverndarlögum fjalla að sögn Katrínar um „verndun líffræðilegs fjölbreytileika, vistkerfa og að varðveita tegundir lífvera og erfðafræðilega fjölbreytni þeirra og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra þannig að tegundirnar nái að viðhalda sér í lífvænlegum stofnum til lengri tíma á náttúrulegum búsvæðum sínum.“ Mannvirkjastofnun hefði getað gripið inn í Færsla Katrínar hefur vakið töluverða athygli og meðal þeirra sem hafa skrifað ummæli við færsluna er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem segist hafa beðið um nánari upplýsingar og fund um málið í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. „Við erum að fara að funda nokkur sem tengjumst þessari baráttu gegn sjókvíaeldinu með HMS á mánudaginn og þá munum við reyna að hvetja til þess að öll þessi viðurlög sem eru í lögunum að þeim verði beitt,“ segir Katrín aðspurð hvað taki við í þessu máli. „Það skiptir ekki máli hvernig þetta snýr af því það er alveg ljóst að það hefði átt að sækja um þessi byggingarleyfi. Það hefur ekki verið gert og þá eru þessi mannvirki ekki lögmæt,“ bætir hún við. „Það hefði skipt verulega máli fyrir þessa iðngrein og ekki síst fyrir náttúruna að þessi lög hefðu verið virkjuð. Það hefði haft afgerandi áhrif á það núna þegar þetta slys verður þar sem öllum laxinum er sleppt út óvart. Þá hefði Mannvirkjastofnun getap haft svo mikið um þetta, gripið inn í þetta og skoðað mannvirkin. Lögreglan gerði lítið sem ekkert en það hefði kannski verið einhver betri vörn í því að hafa Mannvirkjastofnun þarna á kantinum,“ segir hún. „Við sem samfélag höfum augljóslega stórtapað á því að þessi lög hafi ekki verið virkjuð í þessu samhengi,“ segir hún að lokum.
Sjókvíaeldi Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels