„Þeir sem fengu úthlutað eru allir ánægðir“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun