Skýringar eiginkonunnar dugðu ekki í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 15:52 Frétablaðið skúbbaði málinu í september 2016. Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. Málið á sér langa sögu en það vakti mikla athygli þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi í Kópavogi í september 2016. Þrír karlmenn, faðir og synir hans tveir, voru handteknir á vettvangi. Lagt var hald á 522 kannabisplöntur, rúmlega níu kíló af maríjúana, rúmlega sautján kíló af kannabislaufum, 110 gróðurhúsalampa auk hinna ýmsu annarra tækja og tóla sem nýtt voru við ræktunina. Þá voru gerðar upptækar á annan tug milljóna króna á innistæðum reikninga í eigu feðganna eða bankahólfum. Lögregla taldi að tvær fasteignir hefðu verið keyptar fyrir ágóðann, önnur á 27 milljónir króna árið 2014 og hin á 37 milljónir króna ári síðar. Það kom fram í úrskurði Hæstaréttar á sínum tíma þar sem fjölskyldan reyndi að aflétta haldlagningu fjármuna. Lögreglu tókst ekki að leggja hald á íbúðirnar því þær höfðu verið seldar þegar lögregla komst á snoðir um málið og söluhagnaðurinn ekki fundist. Einn játaði aðild að málinu Um er að ræða þá Hákon Elfar Guðmundsson og syni hans Ómar og Fannar Örn sem eru hálfbræður. Ómar gat sér gott orð um árabil sem knattspyrnumaður í efstu deild á Íslandi þar sem hann spilaði lengst af með Fram og Fjölni. Hákon Elfar er 62 ára, Ómar 42 ára og Fannar 38 ára ára. Auk þeirra voru tveir karlmenn ákærðir fyrir vægari tengd peningaþvættisbrot auk þess sem eiginkona Hákonar var ákærð fyrir þátttöku í peningaþvætti. Hún keypti fasteign með reiðufé sem eiginmaður, sonur og stjúpsonur lögðu inn á hana. Öll neituðu sök í málinu fyrir héraði að frátöldum Ómari sem játaði að hluta þátt sinn í ræktuninni. Héraðsdómur sakfelldi alla í málinu nema konuna. Þótt ljóst væri að fasteignin hefði verið keypt fyrir afrakstur fíkniefnaframleiðslu væri ósannað að hún hefði haft skýra vitneskju um það hvaðan peningarnir hefðu komið. Þessu reyndist Landsréttur ósammála. Stressaður á vettvangi glæpsins Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komst á snoðir um málið árið 2016 og beindist kastljósið að iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg. Þann 9. september það ár urðu lögreglumenn varir við að Hákon kom á bíl sínum að húsnæðinu. Þeir gáfu sig á tal við hann og leituðu skýringa á ferðum hans. Hann kvaðst vera með umráð nálægs geymsluhúsnæðis og ætlaði að sækja nokkra hluti. Lögregla sagði Hákon hafa virst stressaður aðspurður hvað færi fram í húsnæðinu, gefið misvísandi svör en að lokum heimilað lögreglu að fylgja sér inn í húsnæðið. Þar fundu lögreglumenn kannabislykt auk þess sem þeir heyrðu hljóð frá viftu og sáu muni tengda ræktun. Báðu þeir Hákon um að opna nálægar dyr sem voru læstar. Hann var tregur til þess og gaf misvísandi svör. Var hann við það handtekinn og dyrnar opnar með lykli í fórum hans. Þar blasti við umfangsmikil kannabisræktun auk þess sem karlmennirnir tveir, ekki synir Hákonar, voru í rýminu við vinnu í ræktuninni. Voru þeir einnig handteknir á staðnum. Fannar Örn var handtekinn á heimili sínu sama dag og Ómar gaf sig fram við lögreglu daginn eftir en hans var þá leitað. Milljónir króna á bankareikningum Feðgarnir sættu gæsluvarðhald í nokkra daga vegna rannsóknarhagsmuna á fyrstu dögum rannsóknarinnar. Leitað var í húsnæði, bílum og bankahólfum á þeirra vegum. Lagt var hald á skjöl, reiðufé og uppgötvuðust fleiri milljónir króna á bankareikningum. Þá snerist stór þáttur rannsóknarinnar að peningaþvætti um fjármögnun, kaup og sölu á fasteign sem eiginkona Hákonar keypti en var svo fært yfir á einkahlutafélag án þess að nokkur greiðsla kæmi í staðinn. Í skýrslutökum yfir þeim kom fram að þeir hefðu ýmist verið í rekstrarerfiðleikum, orðið persónulega gjaldþrota og stundað töluverða svarta atvinnustarfsemi. Þá báru þeir fyrir sig fjölskyldutengslum þegar þeir neituðu að svara spurningum um þátttöku skyldmenna sinna. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fimm árum eftir handtöku. Málið var fyrst á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en færðist svo til héraðssaksóknara hvað rannsóknina á peningaþvætti varðaði. Gamli mætir líka Karlmennirnir voru allir sakfelldir fyrir aðild að fíkniefnaframleiðslunni Fjölmörg símagögn bentu til þess auk sem þrír voru handteknir á vettvangi og Ómar játaði aðkomu sína að málinu. Snapchat skilaboð frá Ómari til annars þeirra sem handtekinn var í geymslurýminu, sent í júlí 2016, var á meðal gagna málsins: „sæll ætlum að hittast á kringlukránni á morgun kl. 11:30 og fara yfir nokkra hluti verðum allir þarna gamli lika :)“ Þótt ljóst að gamli væri Hákon. Taldi héraðsdómur ljóst að allir fimm væru aðalmenn í fíkniefnabrotinu og taldist magnið vera stórfellt samkvæmt skilgreiningu í almennum hegningarlögum. Þá voru þeir allir sakfelldir fyrir peningaþvætti. Óhæfilegur dráttur Við mat á refsingu í héraði horfði dómurinn til ýmissa atriða. Þeir höfðu ekki áður gerst brotlegir við refsilög sem horfði til málsbóta. Hins vegar hefðu verið hætta af verknaði þeirra enda um mikla framleiðslu að ræða sem meðal annars var seld til ungmenna. Þá var um að ræða verulega fjárhæðir sem voru þvættaðar en um var að ræða ávinning af stórfelldu fíkniefnabroti. Þá benti allt til þess að Hákon hefði reynt að koma háum fjármunum undan rannsókn lögreglu með sölu á iðnaðarhúsnæði eftir að rannsókn lögreglu hófst. Brotavilji hans væri því einbeittur. Á móti hafi óútskýrðar tafir orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Drátturinn væri óhæfilegur. Þá hafi aðstæður mannanna breyst til hins betra frá því að brotin voru framin. Var því ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Var Hákon dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, bræðurnir Fannar Örn og Ómar í tveggja og hálfs árs fangelsi og hinir í eins og hálfs árs fangelsi en fjárhæðirnar sem þeir þvættu voru umtalsvert lægri en feðganna. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði að mestu leyti hvað varðaði refsingu og skilorðsbindingu. Hann féllst á frekari upptökukröfur á fjármunum á eigum feðganna auk þess að dæma eiginkonu Hákonar í átta mánaða skilorsðbundið fangelsi fyrir aðkomu sína að fasteignakaupunum. Konan sagðist meðal annars hafa grunað að feðgarnir færu í alls konar braski og bralli. Þá hefði hún verið með mikla að húsnæðinu á Smiðjuvegi en ekki farið þangað vegna áhyggja af því hvað væri í gangi þar. Heilt yfir þótti framburður hennar óstöðugur og ótrúverðugur. Henni hefði mátt vera ljóst að peningarnir hefðu komið úr ólögmætri starfsemi. Sneru sér að fiski Dómurinn í héraði var kveðinn upp sumarið 2022 en virðist hafa verið birtur seint og illa og þannig farið fram hjá fjölmiðlum sem þó höfðu fjallað ítarlega um rannsókn lögreglu á sínum tíma. Kjarninn, nú Heimildin, greindi frá því í desember 2022 að feðgarnir hefðu um ári eftir handtökuna komið á fót fiskútflutningsfyrirtækinu Arctic Ocean Seafood. Samkvæmt upplýsingum um Arctic Ocean Seafood af vef Credit Info er fyrirtækið í eigu Guðrúnar Önnu Erlingsdóttur, eiginkonu Hákonar sem sýknuð var fyrir peningaþvætti í héraði þar sem ósannað var að fasteign sem hún keypti og gaf einkahlutafélagi hefði verið keypt fyrir illa fengið fé. Fyrirtækið var þó stofnað af Hákoni, Fannari og Ómari árið 2017 og átti hver þeirra þriðjungshlut í fyrirtækinu. Ári síðar var Guðrún Anna ein skráð eigandi í félaginu og er enn í dag. Heimasíða Arctic Ocean Seafood.AOS Fram kom í dómi héraðsdóms þegar hún var sýknuð að Guðrún Anna væri nokkuð upp á Hákon kominn í fjárhagslegu tilliti. Sagði orðrétt að hún stæði „höllum fæti, þar með talið varðandi ákvarðanatöku um fjárhagsleg málefni“. Landsréttur taldi hins vegar ólíkt héraðsdómi ljóst að hún hefði mátt vita að fjármunir nýttir til að fjármagna fasteignakaup hefðu verið illa fengnir. Fékk hún átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Á heimasíðu Arctic Ocean Seafood kemur fram að fyrirtæki framleiði og selji fisk úr Norður-Atlantshafi um heim allan. Fyrirtækið velti árið 2018 rúmlega 700 milljónum króna og hafði rúmlega þrefaldast árið 2022 þegar hún var um 2,3 milljarðar króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Kópavogur Reykjavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Málið á sér langa sögu en það vakti mikla athygli þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi í Kópavogi í september 2016. Þrír karlmenn, faðir og synir hans tveir, voru handteknir á vettvangi. Lagt var hald á 522 kannabisplöntur, rúmlega níu kíló af maríjúana, rúmlega sautján kíló af kannabislaufum, 110 gróðurhúsalampa auk hinna ýmsu annarra tækja og tóla sem nýtt voru við ræktunina. Þá voru gerðar upptækar á annan tug milljóna króna á innistæðum reikninga í eigu feðganna eða bankahólfum. Lögregla taldi að tvær fasteignir hefðu verið keyptar fyrir ágóðann, önnur á 27 milljónir króna árið 2014 og hin á 37 milljónir króna ári síðar. Það kom fram í úrskurði Hæstaréttar á sínum tíma þar sem fjölskyldan reyndi að aflétta haldlagningu fjármuna. Lögreglu tókst ekki að leggja hald á íbúðirnar því þær höfðu verið seldar þegar lögregla komst á snoðir um málið og söluhagnaðurinn ekki fundist. Einn játaði aðild að málinu Um er að ræða þá Hákon Elfar Guðmundsson og syni hans Ómar og Fannar Örn sem eru hálfbræður. Ómar gat sér gott orð um árabil sem knattspyrnumaður í efstu deild á Íslandi þar sem hann spilaði lengst af með Fram og Fjölni. Hákon Elfar er 62 ára, Ómar 42 ára og Fannar 38 ára ára. Auk þeirra voru tveir karlmenn ákærðir fyrir vægari tengd peningaþvættisbrot auk þess sem eiginkona Hákonar var ákærð fyrir þátttöku í peningaþvætti. Hún keypti fasteign með reiðufé sem eiginmaður, sonur og stjúpsonur lögðu inn á hana. Öll neituðu sök í málinu fyrir héraði að frátöldum Ómari sem játaði að hluta þátt sinn í ræktuninni. Héraðsdómur sakfelldi alla í málinu nema konuna. Þótt ljóst væri að fasteignin hefði verið keypt fyrir afrakstur fíkniefnaframleiðslu væri ósannað að hún hefði haft skýra vitneskju um það hvaðan peningarnir hefðu komið. Þessu reyndist Landsréttur ósammála. Stressaður á vettvangi glæpsins Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komst á snoðir um málið árið 2016 og beindist kastljósið að iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg. Þann 9. september það ár urðu lögreglumenn varir við að Hákon kom á bíl sínum að húsnæðinu. Þeir gáfu sig á tal við hann og leituðu skýringa á ferðum hans. Hann kvaðst vera með umráð nálægs geymsluhúsnæðis og ætlaði að sækja nokkra hluti. Lögregla sagði Hákon hafa virst stressaður aðspurður hvað færi fram í húsnæðinu, gefið misvísandi svör en að lokum heimilað lögreglu að fylgja sér inn í húsnæðið. Þar fundu lögreglumenn kannabislykt auk þess sem þeir heyrðu hljóð frá viftu og sáu muni tengda ræktun. Báðu þeir Hákon um að opna nálægar dyr sem voru læstar. Hann var tregur til þess og gaf misvísandi svör. Var hann við það handtekinn og dyrnar opnar með lykli í fórum hans. Þar blasti við umfangsmikil kannabisræktun auk þess sem karlmennirnir tveir, ekki synir Hákonar, voru í rýminu við vinnu í ræktuninni. Voru þeir einnig handteknir á staðnum. Fannar Örn var handtekinn á heimili sínu sama dag og Ómar gaf sig fram við lögreglu daginn eftir en hans var þá leitað. Milljónir króna á bankareikningum Feðgarnir sættu gæsluvarðhald í nokkra daga vegna rannsóknarhagsmuna á fyrstu dögum rannsóknarinnar. Leitað var í húsnæði, bílum og bankahólfum á þeirra vegum. Lagt var hald á skjöl, reiðufé og uppgötvuðust fleiri milljónir króna á bankareikningum. Þá snerist stór þáttur rannsóknarinnar að peningaþvætti um fjármögnun, kaup og sölu á fasteign sem eiginkona Hákonar keypti en var svo fært yfir á einkahlutafélag án þess að nokkur greiðsla kæmi í staðinn. Í skýrslutökum yfir þeim kom fram að þeir hefðu ýmist verið í rekstrarerfiðleikum, orðið persónulega gjaldþrota og stundað töluverða svarta atvinnustarfsemi. Þá báru þeir fyrir sig fjölskyldutengslum þegar þeir neituðu að svara spurningum um þátttöku skyldmenna sinna. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fimm árum eftir handtöku. Málið var fyrst á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en færðist svo til héraðssaksóknara hvað rannsóknina á peningaþvætti varðaði. Gamli mætir líka Karlmennirnir voru allir sakfelldir fyrir aðild að fíkniefnaframleiðslunni Fjölmörg símagögn bentu til þess auk sem þrír voru handteknir á vettvangi og Ómar játaði aðkomu sína að málinu. Snapchat skilaboð frá Ómari til annars þeirra sem handtekinn var í geymslurýminu, sent í júlí 2016, var á meðal gagna málsins: „sæll ætlum að hittast á kringlukránni á morgun kl. 11:30 og fara yfir nokkra hluti verðum allir þarna gamli lika :)“ Þótt ljóst að gamli væri Hákon. Taldi héraðsdómur ljóst að allir fimm væru aðalmenn í fíkniefnabrotinu og taldist magnið vera stórfellt samkvæmt skilgreiningu í almennum hegningarlögum. Þá voru þeir allir sakfelldir fyrir peningaþvætti. Óhæfilegur dráttur Við mat á refsingu í héraði horfði dómurinn til ýmissa atriða. Þeir höfðu ekki áður gerst brotlegir við refsilög sem horfði til málsbóta. Hins vegar hefðu verið hætta af verknaði þeirra enda um mikla framleiðslu að ræða sem meðal annars var seld til ungmenna. Þá var um að ræða verulega fjárhæðir sem voru þvættaðar en um var að ræða ávinning af stórfelldu fíkniefnabroti. Þá benti allt til þess að Hákon hefði reynt að koma háum fjármunum undan rannsókn lögreglu með sölu á iðnaðarhúsnæði eftir að rannsókn lögreglu hófst. Brotavilji hans væri því einbeittur. Á móti hafi óútskýrðar tafir orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Drátturinn væri óhæfilegur. Þá hafi aðstæður mannanna breyst til hins betra frá því að brotin voru framin. Var því ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Var Hákon dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, bræðurnir Fannar Örn og Ómar í tveggja og hálfs árs fangelsi og hinir í eins og hálfs árs fangelsi en fjárhæðirnar sem þeir þvættu voru umtalsvert lægri en feðganna. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði að mestu leyti hvað varðaði refsingu og skilorðsbindingu. Hann féllst á frekari upptökukröfur á fjármunum á eigum feðganna auk þess að dæma eiginkonu Hákonar í átta mánaða skilorsðbundið fangelsi fyrir aðkomu sína að fasteignakaupunum. Konan sagðist meðal annars hafa grunað að feðgarnir færu í alls konar braski og bralli. Þá hefði hún verið með mikla að húsnæðinu á Smiðjuvegi en ekki farið þangað vegna áhyggja af því hvað væri í gangi þar. Heilt yfir þótti framburður hennar óstöðugur og ótrúverðugur. Henni hefði mátt vera ljóst að peningarnir hefðu komið úr ólögmætri starfsemi. Sneru sér að fiski Dómurinn í héraði var kveðinn upp sumarið 2022 en virðist hafa verið birtur seint og illa og þannig farið fram hjá fjölmiðlum sem þó höfðu fjallað ítarlega um rannsókn lögreglu á sínum tíma. Kjarninn, nú Heimildin, greindi frá því í desember 2022 að feðgarnir hefðu um ári eftir handtökuna komið á fót fiskútflutningsfyrirtækinu Arctic Ocean Seafood. Samkvæmt upplýsingum um Arctic Ocean Seafood af vef Credit Info er fyrirtækið í eigu Guðrúnar Önnu Erlingsdóttur, eiginkonu Hákonar sem sýknuð var fyrir peningaþvætti í héraði þar sem ósannað var að fasteign sem hún keypti og gaf einkahlutafélagi hefði verið keypt fyrir illa fengið fé. Fyrirtækið var þó stofnað af Hákoni, Fannari og Ómari árið 2017 og átti hver þeirra þriðjungshlut í fyrirtækinu. Ári síðar var Guðrún Anna ein skráð eigandi í félaginu og er enn í dag. Heimasíða Arctic Ocean Seafood.AOS Fram kom í dómi héraðsdóms þegar hún var sýknuð að Guðrún Anna væri nokkuð upp á Hákon kominn í fjárhagslegu tilliti. Sagði orðrétt að hún stæði „höllum fæti, þar með talið varðandi ákvarðanatöku um fjárhagsleg málefni“. Landsréttur taldi hins vegar ólíkt héraðsdómi ljóst að hún hefði mátt vita að fjármunir nýttir til að fjármagna fasteignakaup hefðu verið illa fengnir. Fékk hún átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Á heimasíðu Arctic Ocean Seafood kemur fram að fyrirtæki framleiði og selji fisk úr Norður-Atlantshafi um heim allan. Fyrirtækið velti árið 2018 rúmlega 700 milljónum króna og hafði rúmlega þrefaldast árið 2022 þegar hún var um 2,3 milljarðar króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Kópavogur Reykjavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira