Stjórn HR geti ekki skert rekstrartekjur um 1,2 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 22:19 Háskólinn í Reykjavík hyggst ekki samþykkja tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Vísir/Vilhelm Stjórn Háskólans í Reykjavík segist ekki telja sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja hugmynd háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um aukið ríkisframlag. Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01
Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45
Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47