„Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 21:16 Benedikt Guðmundsson hefur verið viðloðinn körfubolta lengur en elstu menn muna. Vísir/Diego Frammistaða Dominykas Milka undir lok leiks í sigri Njarðvíkur á Tindastól í síðustu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik. Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira
Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik.
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira