Faðirinn ákærður fyrir ofbeldi gegn norsku hlaupabræðrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:00 Bræðurnir Filip Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Henrik Ingebrigtsen hafa lengi verið í hópi bestu millivegahlaupara heims. Getty/Maja Hitij Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður af norsku lögreglunni fyrir að hafa beitt syni sína ofbeldi. Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024 Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira
Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira