Faðirinn ákærður fyrir ofbeldi gegn norsku hlaupabræðrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:00 Bræðurnir Filip Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Henrik Ingebrigtsen hafa lengi verið í hópi bestu millivegahlaupara heims. Getty/Maja Hitij Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður af norsku lögreglunni fyrir að hafa beitt syni sína ofbeldi. Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024 Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira