18 mánuðir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 10:31 Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Fæðingarorlof Leikskólar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun