Í sviðsljósinu í kvöld: Sá fyrsti á öldinni hjá Internazionale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:31 Lautaro Martinez hefur raðað inn mörkum með Internazionale á þessu tímabili. Getty/Matteo Ciambelli Internazionale hefur verið að gera frábæra hluti í ítalska fótboltanum og það er ekki síst að þakka argentínska framherjanum Lautaro Martínez sem hefur farið á kostum á þessu tímabili. Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira