Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 12:24 Öldugangurinn var rosalega mikill. Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. „Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32
Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15