Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 12:24 Öldugangurinn var rosalega mikill. Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. „Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32
Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15