Ástralskur biskup ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:16 Saunders var handtekinn en síðar sleppt gegn tryggingu. Honum hefur verið gert að dvelja á heimili sínu þar til málið verður tekið fyrir í júní. Getty Ástralskur biskup hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Christopher Saunders, 74 ára, var handtekinn í Broome á miðvikudag, eftir að sætt rannsókn af hálfu lögregluyfirvalda og Páfagarðs. Sanders er annar af tveimur háttsettum mönnum innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu sem hafa verið ákærðir fyrir kynferðisbrot. Hinn er kardinálinn George Pell, sem var fundinn sekur um brot gegn börnum árið 2018 en síðar sýknaður árið 2020. Pell lést í fyrra. Saunders var biskup í Broome frá 1996 og þar til hann lét sjálfviljugur af embætti í kjölfar ásakana árið 2020. Hann er þó enn biskup emeritus. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir, fjórtán kynferðisárásir og þrjú brot gegn börnum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað í tveimur afskekktum bæjum í Broome; Kununurra og Kalumburu, á árunum 2008 tli 2014. Saunders segist saklaus. Hann var látinn laus gegn tryggingu í morgun og gert að dvelja á heimili sínu þar til málið verður næst tekið fyrir, í júní. Kirkjuyfirvöld hafa heitið því að vinna með lögreglu að rannsókn málsins og segja ásakanirnar gegn Saunders afar alvarlegar. Saunders var valdamikill í samfélögunum í Broom og þekktur fyrir að fara með ungum mönnum í tjald- og veiðiferðir. Þá var bjór nefndur í höfuðið á honum. Páfi ákvað í kjölfar þess að ásakanir komu fram gegn biskupnum að hefja svokallaða „Vos Estis Lux Mundi“ rannsókn, sem voru kynntar til sögunnar árið 2019 til að vinna gegn kynferðisofbeldi innan kirkjunnar. „Vos Estis Lux Mundi“ þýðir „þú ert ljós heimsins“ en aðeins örfaár slíkar rannsóknir hafa átt sér stað. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Sanders er annar af tveimur háttsettum mönnum innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu sem hafa verið ákærðir fyrir kynferðisbrot. Hinn er kardinálinn George Pell, sem var fundinn sekur um brot gegn börnum árið 2018 en síðar sýknaður árið 2020. Pell lést í fyrra. Saunders var biskup í Broome frá 1996 og þar til hann lét sjálfviljugur af embætti í kjölfar ásakana árið 2020. Hann er þó enn biskup emeritus. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir, fjórtán kynferðisárásir og þrjú brot gegn börnum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað í tveimur afskekktum bæjum í Broome; Kununurra og Kalumburu, á árunum 2008 tli 2014. Saunders segist saklaus. Hann var látinn laus gegn tryggingu í morgun og gert að dvelja á heimili sínu þar til málið verður næst tekið fyrir, í júní. Kirkjuyfirvöld hafa heitið því að vinna með lögreglu að rannsókn málsins og segja ásakanirnar gegn Saunders afar alvarlegar. Saunders var valdamikill í samfélögunum í Broom og þekktur fyrir að fara með ungum mönnum í tjald- og veiðiferðir. Þá var bjór nefndur í höfuðið á honum. Páfi ákvað í kjölfar þess að ásakanir komu fram gegn biskupnum að hefja svokallaða „Vos Estis Lux Mundi“ rannsókn, sem voru kynntar til sögunnar árið 2019 til að vinna gegn kynferðisofbeldi innan kirkjunnar. „Vos Estis Lux Mundi“ þýðir „þú ert ljós heimsins“ en aðeins örfaár slíkar rannsóknir hafa átt sér stað.
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira