Skynsemin mun sigra Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:01 Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. Forstjórinn sagðist treysta því að skynsemin myndi sigra en hann væri jafnframt meðvitaður um að samþykki samfélagsins væri forsenda fyrir því að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Á góðum degi mætti túlka þetta þannig að hann sé búinn að átta sig á því hvernig í pottinn er búið og ætli að pakka saman - en því miður – maðurinn er bara svona hrokafullur. Það felst nefnilega töluvert yfirlæti í að lýsa því yfir að meirihluti þjóðarinnar sé óskynsamur í stað þess að horfast í augu við að iðnaðurinn sé mengandi, ósjálfbær og andstæður öllu sem Ísland er þekktast fyrir. Þetta er nefnilega iðnaður sem stefnir villtum laxastofnum í hættu, eyðir botnlífi, ógnar siglingaleiðum og vinnur gegn markmiðum annarra atvinnugreina. Þessi iðnaður hrifsar tekjur af fjölskyldum bænda, svertir ímynd Íslands sem upprunalands hreinna afurða með því að framleiða matvöru sem byggir á úrkynjun, lyfjanotkun, arðráni og ásökunum um samkeppnis- og umhverfisbrot. Þá má einnig nefna að allt þetta bix treystir á úrelta tækni, sbr. allar ógöngurnar sem sjókvíaeldið hefur ratað í. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og það vita flestir, líka þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Allar líkur eru á að sagan muni endurtaka sig í tilteknum byggðalögum landsins þar sem verið er að veðja á iðnað sem er skilgreindur mengandi á tímum þar sem við þurfum meira en nokkru sinni að huga að verndun vistkerfis okkar. Við erum ekki Guð Ég mæli með því að fólk horfi á Laxaþjóð til að kynna sér málstað þeirra sem skilja að hugmyndafræði sjókvíaeldis byggir alltaf á arðráni. Við erum ekki Guð, segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari í myndinni. Við höfum nefnilega engan rétt á að taka svona stórar ákvarðanir fyrir framtíðina. Það má ekki einblína á útflutningstekjur dagsins í dag, við verðum að meta hagsæld út frá fleiri þáttum en peningum. Með verndun fjarðanna myndum við fjárfesta í óspilltri náttúru og þar með tryggja grunn fyrir framtíð hinna ýmsu greina, til dæmis ferðaþjónustu. Sú leið er vissulega meira krefjandi fyrir stjórnmálafólkið sem hefur enn ekki lagt á sig að finna leiðir til uppbyggingar fyrir samfélögin sem misstu kvótann og hafa setið hjá þegar kemur að mótun byggðastefnu og innviðauppbyggingar. Það þýðir ekki að þær leiðir séu ekki til. Það hafa aldrei verið fleiri tækifæri þegar kemur að störfum án staðsetningar, það hefur aldrei verið til eins mikið af menntuðu, skapandi og kláru fólki í samfélaginu okkar og samskipti okkar við umheiminn hafa aldrei verið eins mikil. Þessi mantra um að eina bjargráð brothættra byggða sé mengandi iðnaður sem skaðar aðra geira er ekki boðleg lengur og þessu mjálmi verður að linna. Erum við nógu hugrökk? Hugrökk stjórnmálakona frá Washingtonríki í Bandaríkjunum að nafni Hilary Franz spjallaði við áhorfendur á frumsýningu Laxaþjóðar. Hún kom að því að banna sjókvíaeldi í fylkinu eftir að alvarlegt umhverfisslys átti sér stað. Síðan þá hafa allar málsóknir gegn ákvörðuninni unnist og hún réðst strax í það verkefni að skapa ný störf í stað þeirra sem töpuðust. Hilary Franz benti á að það þurfi hugrekki til að standa með því sem er rétt þegar staðreyndirnar blasa við. Þetta var okkur áhorfendum mikilvægt veganesti. Umhverfisslysin eru farin að hrannast upp í sjókvíaeldi á Íslandi og iðnaðurinn ekki á betri leið hér en í Washington fylki. En spurningin er, erum við nógu hugrökk? Vestrið villta Það nýjasta í þessum farsa er að öll sjókvíaeldisleyfi við Ísland brjóta í bága við lög þar sem ekkert þeirra er með byggingarleyfi, staðreynd sem lengi hefur verið kunn en ekki hefur verið brugðist við fyrr en nú. Stofnanir ríkisins virðast semsagt ekki vita hvernig þær eigi að bregðast við og nokkuð ljóst að regluverkið er ennþá ekki klárt og vestrið villta ennþá í fullu fjöri, ekkert breyst eða gerst síðan hrunskýrslan yfir iðnaðinum kom út. Getur hugsast að það sé þess vegna sem iðnaðurinn hefur valið að gera strandhögg hér á landi? Við vitum alveg um hvað málið snýst. Forstjóri Mowi þarf ekki að klappa okkur á kollinn og við frábiðjum okkur þennan hroka. Myndin Laxaþjóð er 30 mín heimildarmynd og er aðgengileg hér. Höfundur er formaður VÁ félags um vernd fjarðar, Seyðisfirði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun