Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 16:40 Takeshi Ebisawaer hér í Kaupmannahöfn að skoða vopn sem hann vildi kaupa í skiptum fyrir geislavirk efni sem hann hafði fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar. AP/Ríkissaksóknari New York Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. Geislavirku efnin mun hinn sextugi Takeshi Ebisawa hafa fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar, sem einnig kallast Búrma. Uppreisnarhópar þar eiga í umfangsmiklum átökum við herforingjastjórn sem tók völd í landinu árið 2021. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi grafið efnin úr jörðu. Ebisawa bauðst til að selja efnin og kaupa í staðinn vopn fyrir uppreisnarhópinn. Ebisawa bauð bandarískum löggæslumanni, sem sagðist geta komið efnunum til herforingja frá Íran, að kaupa úran og plútóníum sem hægt væri að nota efnin í kjarnorkusprengju. í staðinn vildi glæpaforinginn fá 6,85 milljónir dala og leitaðist hann einnig eftir því að fá vopn handa uppreisnarmönnunum. Í ákærunni gegn Ebisawa, sem birt var í gær, segir að hann hafi viljað M60 vélbyssur og AK-47 árásarriffla. Árið 2021 ferðaðist Ebisawa til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti bandarískan og danska flugumenn til að skoða vopn sem honum var boðið að kaupa. Á sama tíma hittu menn á hans vegum bandarískan flugumann á hóteli í Taílandi, þar sem hann fékk að sjá sýni af geislavirku efnunum, samkvæmt frétt Washington Post. Ebisawa og Taílenskur maður sem heitir Somphop Singhasiri og hefur einnig verið ákærður í málinu, reyndu svo einnig að selja hundruð kílóa af metamfetamíni og heróíni sem selja átti áfram í New York í Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í New York í apríl 2022 ásamt tveimur öðrum mönnum sem að málinu koma. Japan Íran Bandaríkin Mjanmar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Geislavirku efnin mun hinn sextugi Takeshi Ebisawa hafa fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar, sem einnig kallast Búrma. Uppreisnarhópar þar eiga í umfangsmiklum átökum við herforingjastjórn sem tók völd í landinu árið 2021. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi grafið efnin úr jörðu. Ebisawa bauðst til að selja efnin og kaupa í staðinn vopn fyrir uppreisnarhópinn. Ebisawa bauð bandarískum löggæslumanni, sem sagðist geta komið efnunum til herforingja frá Íran, að kaupa úran og plútóníum sem hægt væri að nota efnin í kjarnorkusprengju. í staðinn vildi glæpaforinginn fá 6,85 milljónir dala og leitaðist hann einnig eftir því að fá vopn handa uppreisnarmönnunum. Í ákærunni gegn Ebisawa, sem birt var í gær, segir að hann hafi viljað M60 vélbyssur og AK-47 árásarriffla. Árið 2021 ferðaðist Ebisawa til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti bandarískan og danska flugumenn til að skoða vopn sem honum var boðið að kaupa. Á sama tíma hittu menn á hans vegum bandarískan flugumann á hóteli í Taílandi, þar sem hann fékk að sjá sýni af geislavirku efnunum, samkvæmt frétt Washington Post. Ebisawa og Taílenskur maður sem heitir Somphop Singhasiri og hefur einnig verið ákærður í málinu, reyndu svo einnig að selja hundruð kílóa af metamfetamíni og heróíni sem selja átti áfram í New York í Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í New York í apríl 2022 ásamt tveimur öðrum mönnum sem að málinu koma.
Japan Íran Bandaríkin Mjanmar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira