Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 16:40 Takeshi Ebisawaer hér í Kaupmannahöfn að skoða vopn sem hann vildi kaupa í skiptum fyrir geislavirk efni sem hann hafði fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar. AP/Ríkissaksóknari New York Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. Geislavirku efnin mun hinn sextugi Takeshi Ebisawa hafa fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar, sem einnig kallast Búrma. Uppreisnarhópar þar eiga í umfangsmiklum átökum við herforingjastjórn sem tók völd í landinu árið 2021. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi grafið efnin úr jörðu. Ebisawa bauðst til að selja efnin og kaupa í staðinn vopn fyrir uppreisnarhópinn. Ebisawa bauð bandarískum löggæslumanni, sem sagðist geta komið efnunum til herforingja frá Íran, að kaupa úran og plútóníum sem hægt væri að nota efnin í kjarnorkusprengju. í staðinn vildi glæpaforinginn fá 6,85 milljónir dala og leitaðist hann einnig eftir því að fá vopn handa uppreisnarmönnunum. Í ákærunni gegn Ebisawa, sem birt var í gær, segir að hann hafi viljað M60 vélbyssur og AK-47 árásarriffla. Árið 2021 ferðaðist Ebisawa til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti bandarískan og danska flugumenn til að skoða vopn sem honum var boðið að kaupa. Á sama tíma hittu menn á hans vegum bandarískan flugumann á hóteli í Taílandi, þar sem hann fékk að sjá sýni af geislavirku efnunum, samkvæmt frétt Washington Post. Ebisawa og Taílenskur maður sem heitir Somphop Singhasiri og hefur einnig verið ákærður í málinu, reyndu svo einnig að selja hundruð kílóa af metamfetamíni og heróíni sem selja átti áfram í New York í Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í New York í apríl 2022 ásamt tveimur öðrum mönnum sem að málinu koma. Japan Íran Bandaríkin Mjanmar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Geislavirku efnin mun hinn sextugi Takeshi Ebisawa hafa fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar, sem einnig kallast Búrma. Uppreisnarhópar þar eiga í umfangsmiklum átökum við herforingjastjórn sem tók völd í landinu árið 2021. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi grafið efnin úr jörðu. Ebisawa bauðst til að selja efnin og kaupa í staðinn vopn fyrir uppreisnarhópinn. Ebisawa bauð bandarískum löggæslumanni, sem sagðist geta komið efnunum til herforingja frá Íran, að kaupa úran og plútóníum sem hægt væri að nota efnin í kjarnorkusprengju. í staðinn vildi glæpaforinginn fá 6,85 milljónir dala og leitaðist hann einnig eftir því að fá vopn handa uppreisnarmönnunum. Í ákærunni gegn Ebisawa, sem birt var í gær, segir að hann hafi viljað M60 vélbyssur og AK-47 árásarriffla. Árið 2021 ferðaðist Ebisawa til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti bandarískan og danska flugumenn til að skoða vopn sem honum var boðið að kaupa. Á sama tíma hittu menn á hans vegum bandarískan flugumann á hóteli í Taílandi, þar sem hann fékk að sjá sýni af geislavirku efnunum, samkvæmt frétt Washington Post. Ebisawa og Taílenskur maður sem heitir Somphop Singhasiri og hefur einnig verið ákærður í málinu, reyndu svo einnig að selja hundruð kílóa af metamfetamíni og heróíni sem selja átti áfram í New York í Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í New York í apríl 2022 ásamt tveimur öðrum mönnum sem að málinu koma.
Japan Íran Bandaríkin Mjanmar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira