Enski boltinn

Horfir á eigin klúður áður en hann fer að sofa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Á ýmsu hefur gengið á fyrsta tímabili Nicolas Jackson hjá Chelsea.
Á ýmsu hefur gengið á fyrsta tímabili Nicolas Jackson hjá Chelsea. getty/Darren Walsh

Nicolas Jackson, framherji Chelsea, er með nokkuð sérstaka rútínu fyrir svefninn. Hann horfir nefnilega á eigin klúður áður en hann leggst til hvílu.

Chelsea keypti Jackson frá Villarreal fyrir rúmlega þrjátíu milljónir punda í sumar. Senegalinn hefur skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni en þau gætu hæglega verið fleiri því hann hefur klúðrað fjórtán dauðafærum.

Hann er ófeiminn að horfa á þau og vonast til að feta í fótspor hetjunnar sinnar, Karims Benzema.

„Stundum horfi ég á sömu myndbönd fyrir svefninn og hugsa alltaf að ég hefði átt að gera betur,“ sagði Jackson.

„Þegar ég var ungur sá ég Benzema spila fyrir Real Madrid. Ég studdi þá þegar ég var yngri og hann klúðraði mörgum færum. En síðan hann Gullboltann. Ég er ekki að segja að ég sé á sama stað. Ég get það ekki núna. En ég hef séð þetta áður svo ég er ekki áhyggjufullur. Ég reyni bara að bæta mig á hverjum degi.“

Jackson og félagar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Chelsea getur þar unnið sinn fyrsta titil undir stjórn Mauricios Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×