„Lokað búsetuúrræði“ – pólitísk misnotkun tungumálsins Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Nafnorðið úrræði er gamalt í málinu og er skýrt ʻmöguleiki til úrlausnar, kosturʼ í Íslenskri nútímamálsorðabók. Fyrir rúmum 30 árum var farið að nota samsetninguna búsetuúrræði sem vísaði þá til þeirra kosta sem byðust ýmsum hópum um búsetu – í Íslenskri nútímamálsorðabók er orðið skýrt ʻúrræði til að útvega ákveðnum hópi húsnæðiʼ. En fljótlega færðist merking orðsins yfir á húsnæðið sjálft og nú merkir það í raun yfirleitt ʻheimiliʼ, eiginlega ʻheimili fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðuʼ – fatlað fólk, aldrað fólk, fólk háð fíkniefnum o.fl. Oft er þarna samt um að ræða húsnæði eða aðstöðu sem stjórnvöld virðast veigra sér við að kalla heimili vegna þess að þar skortir oft ýmislegt sem einkennir dæmigerð heimili, svo sem einkarými. Nýlega hefur svo bæst við sambandið lokað búsetuúrræði. Það kom fyrst fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 2022 – í greinargerð segir: „Annars staðar á Norðurlöndum eru einnig rekin svokölluð lokuð búsetuúrræði (e. detention center) sem ætluð eru til vistunar fyrir ríkisborgara þriðja ríkis sem eru í ólögmætri dvöl […].“ Í Merriam-Webster orðabókinni er detention center vissulega skýrt ʻa place where people who have entered a country illegally are kept for a period of timeʼ eða ʻstaður þar sem fólk sem hefur komið ólöglega inn í land er vistað um tímaʼ. En enska orðið detention vísar ótvírætt til frelsisskerðingar – eðlilegasta þýðing þess á íslensku er varðhald. Það er því mjög sérkennilegt að þýða detention center sem lokað búsetuúrræði sem skilgreint er sem „Úrræði um lokaða búsetu útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“ í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda – lokuð búseta er svo skilgreind sem „Lokuð búseta útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“. Vissulega á að vista þarna fólk sem er í viðkvæmri stöðu eins og í öðrum búsetuúrræðum en þetta er þó vitanlega ekki ʻheimiliʼ í neinum skilningi eins og sést m.a. á því að mörgum greinum frumvarpsins svipar til ákvæða um fangelsi í Lögum um fullnustu refsinga – t.d. eru ákvæði um heimsóknir, agabrot, líkamsleit, heimild til valdbeitingar, vistun í öryggisklefa o.fl., og meðal starfsfólks eru fangaverðir. Hvað sem segja má um notkun orðsins búsetuúrræði hingað til er þetta algerlega á skjön við hana. „Lokuð búseta“ þar sem fangaverðir gæta fólks er auðvitað ekkert annað en fangelsi. Það er alþekkt að í viðkvæmum ágreiningsmálum leitast stjórnvöld oft við að föndra við tungumálið til að slá ryki í augu almennings og breiða yfir það um hvað málið snýst í raun. Um þetta höfum við mörg nýleg dæmi, íslensk og erlend. Fyrir rúmu ári tók þáverandi dómsmálaráðherra upp orðið rafvarnarvopn yfir það sem lengi hafði heitið rafbyssa á íslensku, og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum sem lagt var fram á Alþingi í fyrra og aftur núna er orðið afbrotavarnir notað um það sem áður var kallað forvirkar rannsóknarheimildir. En lokað búsetuúrræði er samt grófasta dæmið – eins og það orðasamband er notað í áðurnefndu frumvarpi gæti það eins átt við um fangelsin á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Fólk getur vitskuld haft mismunandi skoðanir á efni frumvarpsins en þegar stjórnvöld telja sig þurfa að hagræða tungumálinu í lýsingu á athöfnum sínum er það yfirleitt til marks um annaðhvort vonda samvisku eða hræðslu – hræðslu við almenningsálitið. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera það sem þau telja nauðsynlegt og kalla það sínum réttu nöfnum en reyna ekki að fela það með orðskrúði eða með því að breyta hefðbundinni merkingu orða – það er merki um hugleysi. Látum stjórnvöld ekki komast upp með slíka misnotkun tungumálsins. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Hælisleitendur Fangelsismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nafnorðið úrræði er gamalt í málinu og er skýrt ʻmöguleiki til úrlausnar, kosturʼ í Íslenskri nútímamálsorðabók. Fyrir rúmum 30 árum var farið að nota samsetninguna búsetuúrræði sem vísaði þá til þeirra kosta sem byðust ýmsum hópum um búsetu – í Íslenskri nútímamálsorðabók er orðið skýrt ʻúrræði til að útvega ákveðnum hópi húsnæðiʼ. En fljótlega færðist merking orðsins yfir á húsnæðið sjálft og nú merkir það í raun yfirleitt ʻheimiliʼ, eiginlega ʻheimili fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðuʼ – fatlað fólk, aldrað fólk, fólk háð fíkniefnum o.fl. Oft er þarna samt um að ræða húsnæði eða aðstöðu sem stjórnvöld virðast veigra sér við að kalla heimili vegna þess að þar skortir oft ýmislegt sem einkennir dæmigerð heimili, svo sem einkarými. Nýlega hefur svo bæst við sambandið lokað búsetuúrræði. Það kom fyrst fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 2022 – í greinargerð segir: „Annars staðar á Norðurlöndum eru einnig rekin svokölluð lokuð búsetuúrræði (e. detention center) sem ætluð eru til vistunar fyrir ríkisborgara þriðja ríkis sem eru í ólögmætri dvöl […].“ Í Merriam-Webster orðabókinni er detention center vissulega skýrt ʻa place where people who have entered a country illegally are kept for a period of timeʼ eða ʻstaður þar sem fólk sem hefur komið ólöglega inn í land er vistað um tímaʼ. En enska orðið detention vísar ótvírætt til frelsisskerðingar – eðlilegasta þýðing þess á íslensku er varðhald. Það er því mjög sérkennilegt að þýða detention center sem lokað búsetuúrræði sem skilgreint er sem „Úrræði um lokaða búsetu útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“ í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda – lokuð búseta er svo skilgreind sem „Lokuð búseta útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“. Vissulega á að vista þarna fólk sem er í viðkvæmri stöðu eins og í öðrum búsetuúrræðum en þetta er þó vitanlega ekki ʻheimiliʼ í neinum skilningi eins og sést m.a. á því að mörgum greinum frumvarpsins svipar til ákvæða um fangelsi í Lögum um fullnustu refsinga – t.d. eru ákvæði um heimsóknir, agabrot, líkamsleit, heimild til valdbeitingar, vistun í öryggisklefa o.fl., og meðal starfsfólks eru fangaverðir. Hvað sem segja má um notkun orðsins búsetuúrræði hingað til er þetta algerlega á skjön við hana. „Lokuð búseta“ þar sem fangaverðir gæta fólks er auðvitað ekkert annað en fangelsi. Það er alþekkt að í viðkvæmum ágreiningsmálum leitast stjórnvöld oft við að föndra við tungumálið til að slá ryki í augu almennings og breiða yfir það um hvað málið snýst í raun. Um þetta höfum við mörg nýleg dæmi, íslensk og erlend. Fyrir rúmu ári tók þáverandi dómsmálaráðherra upp orðið rafvarnarvopn yfir það sem lengi hafði heitið rafbyssa á íslensku, og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum sem lagt var fram á Alþingi í fyrra og aftur núna er orðið afbrotavarnir notað um það sem áður var kallað forvirkar rannsóknarheimildir. En lokað búsetuúrræði er samt grófasta dæmið – eins og það orðasamband er notað í áðurnefndu frumvarpi gæti það eins átt við um fangelsin á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Fólk getur vitskuld haft mismunandi skoðanir á efni frumvarpsins en þegar stjórnvöld telja sig þurfa að hagræða tungumálinu í lýsingu á athöfnum sínum er það yfirleitt til marks um annaðhvort vonda samvisku eða hræðslu – hræðslu við almenningsálitið. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera það sem þau telja nauðsynlegt og kalla það sínum réttu nöfnum en reyna ekki að fela það með orðskrúði eða með því að breyta hefðbundinni merkingu orða – það er merki um hugleysi. Látum stjórnvöld ekki komast upp með slíka misnotkun tungumálsins. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun