Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 13:04 Vesturbæjarlaug lokar í einn dag í ár í stað níu eins og í fyrra. Vísir/Arnar Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023.
Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira