„Sjally Pally“ heppnaðist vonum framar: „Við erum bara rétt að byrja!“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 18:30 Verðlaunaafhending að móti loknu. Dilyan Kolev frá Pílufélagi Vopnafjarðar stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki. vísir / bjarni freyr Stærsta pílumót í sögu Akureyrar fór fram um helgina og heppnaðist vonum framar. 160 keppendur voru skráðir til leiks og aðgöngumiðar á úrslitakvöldið seldust upp svipstundis. Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum. Pílukast Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Sjá meira
Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum.
Pílukast Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Sjá meira